145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[12:14]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um þetta mál. Að baki liggur vinna fimm mismunandi nefnda undanfarna líklega tvo áratugi til þess að undirbúa það. Það er því mjög undarlegt að heyra, þegar margar mannmargar nefndir þar sem allir hagsmunaaðilar hafa komið að, að hér sé talað um að ekki hafi verið haft samráð í þessu máli. Það er furðulegt vegna þess að gríðarleg vinna þessa góða fólks í áratugi liggur að baki. Við erum hins vegar bara svo heppin og við getum verið svo stolt yfir því að það erum við sem fáum að stíga þetta skref. Það erum við sem fáum að gera þessar réttarbætur. Það erum við sem fáum að hafa áhrif á að stærstu breytingar á þessu kerfi í áratugi verði að veruleika öllum til hagsbóta í endann. Þó að öryrkjar séu ekki með nú, eins og ég skýrði frá áðan, mun koma að þeim þegar tekið verður til við þetta mál næst, vonandi fyrir áramót. En við skulum vera stolt og glöð í dag.