145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu.

804. mál
[12:23]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að samþykkja eitt af hinum klikkuðu þingmálum sem hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram á sínum ferli, um að Ísland skuli gerast aðili að Geimvísindastofnun Evrópu, sem er frábært mál. Forsaga þess er sú að það var mál sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata og Helgi tók það bara alla leið. Hér erum við að fara að samþykkja að kanna þetta mál, sem mun verða til þess að við munum efla vísindastarf á Íslandi þegar kemur að veðurathugunum, þegar kemur að radarathugunum og þar fram eftir götunum. Þetta er frábært mál. Það er alveg frábært hvernig það var unnið, frá kosningakerfi Pírata, inn á þing, og kannski förum við bara til stjarnanna. „Per aspera ad astra.“