145. löggjafarþing — 172. fundur,  13. okt. 2016.

þingfrestun.

[12:59]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Ég þakka hv. 5. þm. Reykv. s., Svandísi Svavarsdóttur, fyrir hlý orð og góðar óskir í minn garð. Ég þakka þingflokksformönnum fyrir þennan fallega blómvönd og þann hlýhug sem ég skynja á bak við þessa gjöf. Ég þakka þingmönnum fyrir að taka undir þessi orð hv. þingmanns með því að rísa úr sætum.

Ég endurtek þakkir mínar og óskir til hv. þingmanna og alls starfsfólks Alþingis. Hér hefur verið gott að vera. Nú er hins vegar komið að lokum og um leið og ég býð hæstv. forsætisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni að taka til máls get ég með sanni sagt að nú hef ég hér á Alþingi sagt mitt síðasta orð. [Hlátur í þingsal.]