146. löggjafarþing — 1. fundur,  6. des. 2016.

yfirlýsing forsætisráðherra.

[16:16]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Herra forseti. Áður en kjör í nefndir hefst á þessum fundi vil ég tilkynna þingheimi að á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem fulltrúa eiga á Alþingi og sem haldinn var í gær varð samkomulag um meðferð mála nú við upphaf þings. Í því samkomulagi felst að kjörið verður til forsætisnefndar og tveggja þingnefnda, fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar, en öðrum nefndakosningum frestað um sinn, svo og að þessi skipan mála kemur til endurskoðunar þegar myndast hefur nýr meiri hluti hér á Alþingi samhliða myndun nýrrar ríkisstjórnar. Er það jafnframt í samræmi við 6. gr. laga um þingsköp Alþingis.