146. löggjafarþing — 2. fundur,  7. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[16:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. formanni fjárlaganefndar svarið. Hann minnist á umsagnir sem sendar verða til nefndarinnar. Þeir aðilar hafa einnig minni tíma til að fara yfir fjárlagafrumvarpið og skila umsögnum. Það er við því búið að þær umsagnir verði ekki eins ítarlegar og þær sem við gætum annars stutt okkur við í fjárlaganefnd. Einhvern veginn þurfum við að tryggja að gæði ferlisins og þeirra umsagna sem við fáum og þeirra gagna sem við vinnum úr séu sem mest til að lágmarka mistök, þótt ekki væri nema til að koma í veg fyrir innsláttarvillur sem eru að því er virðist í gildandi þingsályktun.