146. löggjafarþing — 3. fundur,  8. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[13:42]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni Svandísi Svavarsdóttur fyrir andsvarið. Það er rétt sem hún segir að ég er hv. þingmaður Norðvesturkjördæmis og hv. þingmenn aðrir auk annarra manna hafa orðið varir við það að hv. þingmenn kjördæmisins hafa stigið fram og lýst áhyggjum sínum vegna framkvæmdar við Dýrafjarðargöng. Eins og fram kom í fréttum í gær þá áttu hv. þingmenn kjördæmisins samtal við aðila frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga þar sem við áréttuðum þá kröfu okkar að Dýrafjarðargöng yrðu á áætlun og er full samstaða meðal allra hv. þingmanna kjördæmisins um að standa saman að því að það verkefni verði inni á áætlun, enda voru Dýrafjarðargöng auk annarra framkvæmda í samgönguáætlun sem hæstv. innanríkisráðherra lagði fram í þinginu og var því til staðar hjá ráðherra sjálfum og er því ekki um breytingartillögu að ræða.

Hins vegar er það svo eins og hv. þingmaður segir, það er víða mikil þörf. Við erum með vegi sem þarfnast viðhalds. Ég hef fulla trú á að hv. fjárlaganefnd finni leiðir til að bregðast við þessu og hv. efnahags- og viðskiptanefnd tekjur.