146. löggjafarþing — 5. fundur,  15. des. 2016.

umræða um fjáraukalög.

[10:34]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla að bera blak af forseta. [Hlátur í þingsal.] Mér finnst það rétt. Mér finnst ómaklega að virðulegum forseta vegið. Við þekkjum hvernig staðan er í þinginu og ástæðan fyrir því að sá sem hér stendur gat tjáð sig um þetta mál var einfaldlega sú að venjan er sú að fjáraukalög og önnur frumvörp ríkisstjórnar eru fyrst kynnt í viðkomandi þingflokkum og eftir þingflokksfundinn tjáði ég mig um það sem hafði verið kynnt fyrir okkur þar. Það er vinnulag sem hefur verið til staðar mjög lengi og ég veit ekki til þess að það séu neinar væntingar um að því sé breytt. Mér finnst ekki rétt að gera neinar athugasemdir við fundarstjórn forseta, virðulegi forseti.