146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

tilhögun þingfundar.

[13:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Þar sem mál nr. 6, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, var afgreitt í morgun frá nefnd stefnir forseti á að setja nýjan fund síðdegis og taka það mál á dagskrá. Gert verður stutt hlé á milli fundanna þannig að þingflokkar geti komið saman og í upphafi seinni fundar yrði þá atkvæðagreiðsla, bæði um afbrigði vegna nýrra þingskjala í lífeyrissjóðsmálinu og atkvæðagreiðslur eftir 2. umr. um dagskrármál þessa fundar, mál nr. 7, um kjararáð.