146. löggjafarþing — 9. fundur,  21. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[15:27]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Ég get ekki annað en gert aðeins grein fyrir atkvæði mínu því að ég samþykki þessa breytingartillögu þó að ég sé á móti þessu frumvarpi. Mér finnst breytingartillagan mjög til bóta. Það hefði betur verið farið í þessa vinnu mun fyrr í ferlinu. Þá værum við með málið mun ljósara fyrir okkur nú en við erum, því miður.

Ég styð breytingartillöguna þó að ég sé andvígur því að frumvarpið í heild sinni verði samþykkt.