146. löggjafarþing — 10. fundur,  21. des. 2016.

málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

13. mál
[20:34]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Benedikt Jóhannesson) (V):

Virðulegi forseti. Frumvarp það sem hér liggur fyrir er flutt í mikilli samstöðu nefndarmanna. Það fjallar um breytingu á lögum um málefni fatlaðs fólks og fjallar eingöngu um að ákvæði til bráðabirgða verði framlengt. Gerðir hafa verið samningar við sveitarfélög um svonefnda notendastýrða persónulega aðstoð og mikil samstaða hefur verið meðal þingmanna um að framlengja ákvæðið.

Til stóð að gerð yrði heildstæð löggjöf um þetta málefni. Ekki hefur gefist tími til að ljúka henni þannig að hér er um að ræða að ganga frá framlengingu á samningum við sveitarfélög. Þessu fylgir nokkur kostnaður og mun vera gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár.

Ég mælist til þess við hv. þingmenn að um þetta haldist áfram góð samstaða og að málið fái greiða afgreiðslu í þinginu.