146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:34]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það eru auðvitað óvanalegar aðstæður í þinginu þar sem við erum að vinna að þessum málum þvert á flokka og reyna að ná hér samstöðu. Fram koma tillögur, sumar hverjar ágætar, sem við Framsóknarmenn aðhyllumst mjög, eins og til að mynda að setja á lýðheilsuskatt, gosdrykkjaskatt, og einnig komugjöld. Í ljósi þess að við ætlum að reyna að ljúka þessum málum saman munum við greiða atkvæði gegn þessum tillögum og vísa þeirri vinnu til ríkisstjórnar sem þarf að taka á málum er varðar ferðaþjónustuna og tekjuöflun fyrir ríkið í því þensluástandi sem við búum við í dag.

Ég hvet þingmenn til að fara vel yfir þetta í sínum málum í öllum þessum atkvæðagreiðslum í dag því að það eru óvanalegar aðstæður og við ætlum að reyna að ljúka þessu í sátt og samlyndi og sýna að þingið geti klárað verkefni við þessar óvanalegu aðstæður.