146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:38]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við höfum unnið í fullri sátt, bæði í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd, um að ná lágmarksútgjöldum til að standa undir heilbrigðiskerfi, menntakerfi og annarri innviðauppbyggingu. Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga miklu lengra. Við höfum lagt fram tillögur, bæði í stefnuskrá okkar og í minnihlutaáliti, um hvernig við teldum okkur eiga að gera það. Við teljum hins vegar að nauðsynlegt sé á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt þannig að við munum sitja hjá við tillögur minni hlutans, styðja tillögur meiri hlutans en við erum reiðubúin að koma í vinnu við að móta heildstæða stefnu, taka þátt og styðja allar þær nauðsynlegu og góðu tillögur sem hér hafa þrátt fyrir allt komið fram frá minni hlutanum en það er ekki hægt að styðja þær við þessar aðstæður.