146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:45]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er talað um minni og meiri hluta. Það er enginn minni eða meiri hluti í þingsal. Við erum öll jafnsett hér og þess vegna koma fram tillögur við þessa umræðu. Hér leggjum við Vinstri græn til hækkun á barnabótum. Þá kemur í ljós vilji þingmanna gagnvart því hvort barnabætur eigi að fylgja verðlagsþróun og skerðist ekki við rúmar 200 þús. kr. á mánuði, eins og þær gera í dag, og hækki um 35% í stað 12,5%. Ég held að það sé ekki ofrausn gagnvart barnafólki í landinu að fá þá hækkun. Hverjum þingmanni er frjálst að gera sem hann vill í þeim efnum. Menn eru ekki múlbundnir hér, vona ég, í þeim efnum. Ég treysti því að fólk hafi kjark til þess að greiða atkvæði eftir því hvað því finnst en ekki eftir einhverju ímynduðu excel-skjali sem menn hafa frá formönnum sínum í þessum efnum.