146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:54]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Fyrst menn tala um að ekki sé hægt að setja meira í heilbrigðiskerfið en tala um hérna að ná því upp í núllið, að það sé alla vega ekki niðurskurður í heilbrigðismálum á þessu kjörtímabili, það er það sem unnið er að, þá þurfum við að afla tekna. Ætla menn að segja, eins og hv. þingmaður sem var hérna síðust í ræðustól nefndi, að á hina hæst launuðu í samfélaginu lækkuðu skattarnir og við vitum að ekki var framlengdur auðlegðarskatturinn í upphafi síðasta kjörtímabils, að þá sé ekki hægt að taka auðlegðarskatt núna til að komast af stað í endurreisn á heilbrigðiskerfinu strax? Það er það sem þetta snýst um, það er hægt að gera það, það væri hægt að gera það, við erum búin að lofa að gera það. Þetta er tillaga um að hægt sé að gera það.