146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[11:02]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Afsakið tíðar komur mínar í pontu. Þessi tillaga snýr að því að framlengja niðurfellingu virðisaukaskatts vegna rafbíla og þess háttar fram til ársins 2020 frekar en ársins 2017. Það snýr hreinlega að því að það geti verið einhver fyrirsjáanleiki á þeim innflutningsmarkaði. Þessi niðurfellingarákvæði hafa verið framlengd til eins árs í senn síðustu ár en það væri mjög jákvætt að við myndum framlengja þetta nú ágætlega, til ársins 2020, til að styðja vel við orkuskipti á bifreiðamarkaðnum og hreinlega sýna gott fordæmi í þeim efnum.