146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[11:04]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Íslendingar drekka 130 lítra af gosi á ári. Íslensk börn borða allt of mikið af viðbættum sykri samkvæmt öllum álitum sem um það birtast og samkvæmt þeim rannsóknum sem við þekkjum utan úr heimi er sykurskattur besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Við erum í raun og veru að horfa á tímasprengju í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að vaxandi sykurneyslu. Hér er lögð til lítil breyting, að gosdrykkir með viðbættum sykri eða sætuefnum verði færðir í efra þrep virðisaukaskattskerfisins. Það er mikilvægt lýðheilsumarkmið, sem mér sýnist hv. þingmenn leggjast gegn, a.m.k. á þessum tímapunkti, en líka tekjuöflun fyrir ríkissjóð.

Ég segi já.