146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[11:05]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Mér finnst hv. þm. Katrín Jakobsdóttir leggja fullmikið í þessa niðurstöðu. Í eðli sínu er Samfylkingin stuðningsmaður slíkrar tillögu en við teljum hins vegar að ef við drægjum fram úr okkar vopnabúri allar skattatillögur sem eru á stefnuskrá Samfylkingarinnar, sem eru töluvert margar, og allir aðrir hefðu gert það værum við ekki hérna núna að afgreiða fjárlög þar sem við höfum þó tryggt 12,6 milljarða í nauðsynlega uppbyggingu og hefðum þurft að fara að gera einhverjar bráðabirgðaráðstafanir inn í framtíðina.

Við þurfum að vinna að þessu af sátt. Við komum á nýju ári með ykkur að berjast fyrir þessu.