146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[11:17]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Í loftslagsmálum erum við í kapphlaupi við tímann. Ég held að við séum öll sammála um að okkur gengur of hægt, því miður. En við erum býsna bjartsýn samt. Kolefnisgjald er ein af leiðunum til bóta. Um það eru líka allir sammála. Í frumvarpsdrögunum var hækkunin 5%. Við leggjum til að hún verði 10%. Þetta er mjög hófleg hækkun. Ég vil líka um leið nota tækifærið og minna á að nauðsynlegt er að víkka út grunn þessa kolefnisgjalds þannig að flugvélaeldsneyti og kolefnisnýting í orkufrekum iðnaði komi þar inn í, því að við erum nú einu sinni öll loftslagsvinir, ég held að ég megi fullyrða það. Ég hvet þingheim til að greiða þessu atkvæði.