146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[11:34]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að vera ósammála hv. þingmanni sem ber fram þessa breytingartillögu um hvað það þýðir hjá þeim sem ekki greiða henni atkvæði. Við í Bjartri framtíð lítum svo á að þar sem nú þegar hefur verið hnykkt á því mjög vandlega að kjararáð er sannarlega undir stjórnsýslulögum og upplýsingalögum séu þar reglur um hagsmuni og hæfi sem eru alveg nægjanlegar. Við leggjumst ekki gegn þessari breytingu en teljum að þá sé tvítekning í lögum sem er ekki þörf.