146. löggjafarþing — 12. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[17:17]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er oft sagt að vika sé langur tími í pólitík. Núna eigum við um það bil viku eftir af þessu annars frekar slappa ári, 2016.

Í ljósi þess að við erum öll að læra ný vinnubrögð og flest hver hér inni, eða alla vega meiri hluti okkar, eru nýliðar á þingi, og svo háttar líka til að allir þingmenn sem hér sitja, eldri og reyndari, eru líka að læra ný vinnubrögð með þessari fjárlagagerð, finnst hv. þingmanni þá ekki tilefni til þess að taka aukadagana sem við eigum fram að áramótum til að fara „grundigt“ í gegnum það fjárlagafrumvarp sem við höfum fyrir framan okkur til að gulltryggja að við séum ekki að gera einhver mistök einfaldlega af því að við erum öll nýliðar að fjalla um þetta fjárlagafrumvarp?