146. löggjafarþing — 12. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[17:24]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á að hafa farið yfir tímamörkin áðan. Ég þakka hv. þm. Óttari Proppé fyrir skýr og greinargóð svör. Eins og ég minntist á áðan í andsvari við jómfrúrræðu hv. þm. Guðjóns Brjánssonar eru geðheilbrigðismál mér hugleikin fyrir ýmsar sakir, ekki bara hjá ungu fólki heldur hjá fullorðnu fólki. Nú hefur einn úr okkar þingliði, Gunnar Hrafn Jónsson, farið í veikindaleyfi vegna þunglyndis. Sem betur fer er slíkur sjúkdómur ekki lengur neitt feimnismál og er það vel. Ég spyr hv. þm. Óttar Proppé og bið hann um örlitla útlistun á stefnu Bjartrar framtíðar í geðheilbrigðismálum.