146. löggjafarþing — 12. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[18:14]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hæstv. formann fjárlaganefndar þannig að það sé alveg ljóst og komi fram hérna það sem við ræddum um og vorum að semja okkur niður á, að þetta væri ekki núll, þetta væri alla vega ekki niðurskurður og ef til kæmi að við hefðum rangt fyrir okkur út frá þeim upplýsingum sem við höfum og Landspítalinn myndi þurfa að fara í einhvers konar niðurskurð, reka fólk o.s.frv., þá myndi fjárlaganefnd bregðast við. Við vorum að ræða það áðan á fundi að þetta væri okkar skilningur. Ég ítrekaði það við formanninn í hliðarherbergi með öðrum þingmanni og vildi bara að það kæmi alveg skýrt fram í ræðustól að þetta er það sem við erum að tala um. Ef Landspítalinn eða aðrar heilbrigðisstofnanir þurfa að fara í einhvern niðurskurð, að reka fólk eða minnka þjónustuna, þá getur fjárlaganefnd komið inn og brugðist við með aukafjárlögunum til þess að svo þurfi ekki að vera.