146. löggjafarþing — 12. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[18:21]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski úr vöndu að ráða að svara svona ræðu. En ég tek undir sem hv. þingmaður sagði. Við komum náttúrlega hver úr sinni áttinni og unnum á stuttum tíma mikið verk. Ég ætla ekki að hafa neinar samlíkingar í þeim efnum. Hér lögðu allir gjörva hönd á plóg. Þetta er niðurstaðan. Ég held að það hafi verið, eins og ég sagði í framsöguræðu minni í dag, ágætlega þroskandi fyrir þingið að standa frammi fyrir því verkefni að hafa ekki starfandi meiri hluta og þurfa að takast á við þetta stóra mál. Hingað til hefur alla vega ekki neitt annað komið í ljós. En ég tek undir orð hv. þingmanns og þakka gott samstarf.