146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[20:19]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek undir orð félaga minna í fjárlaganefnd og þakka það góða starf sem þar hefur verið unnið. Við hjá Viðreisn munum greiða atkvæði með þeim ágætu breytingartillögum sem náðust í gegn en sitja hjá að öðru leyti, líkt og aðrir flokkar utan starfsstjórnar. Ég vil hins vegar, líkt og aðrir, þakka sérstaklega formanni og félögum mínum í nefndinni fyrir einstaklega gott samstarf. Ég vona að þau vinnubrögð sem við sáum í fjárlaganefnd í tengslum við þessa fjárlagaumræðu verði okkur leiðarvísir inn í þetta kjörtímabil. Það náðist einstaklega góður andi í nefndinni, gott traust manna á milli og ég held að við höfum unnið saman að mjög góðum breytingartillögum á þessum fjárlögum og gert þau betri fyrir vikið.