146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[21:21]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er mikilvægt að jafna lífeyriskjör í landinu milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Staða ríkissjóðs er með þeim hætti að það er að mörgu leyti einstakt tækifæri til að gera það núna. Þess vegna hafa vinnubrögðin verið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna ásættanlegar lausnir. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar.

Samfylkingin lagði fram tvær mjög veigamiklar breytingartillögur á frumvarpinu sem hefðu gert það ásættanlegra að okkar mati en þar sem þær voru felldar treystum við okkur ekki til að greiða þessu frumvarpi atkvæði.