146. löggjafarþing — 14. fundur,  22. des. 2016.

þingfrestun.

[23:05]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 146. löggjafarþings, frá 22. desember 2016 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 24. janúar 2017.

Gjört á Bessastöðum, 22. desember 2016.

Guðni Th. Jóhannesson.

_____________________

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

 

Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég því yfir að fundum Alþingis, 146. löggjafarþings, er frestað.

Ég vil nota tækifærið og þakka alþingismönnum við óvanalega aðstæður á þessu þingi fyrir gott samstarf, góða vinnu og að hafa náð að skila þessu mikla starfi hér í kvöld með góðum fyrirvara fyrir áramótin. Ég vil jafnframt nota tækifærið og óska hv. alþingismönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.