146. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2017.

tilkynning um sætaskipun.

[13:47]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Nú þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, nýr forseti Alþingis kosinn og breytingar gerðar á stjórnum þingflokka, þarf að gera breytingar á sætaskipun í þingsalnum. Rýma þarf sæti sem að jafnaði hafa verið fyrir varamenn. Af þessari ástæðu var dregið um laus sæti á fundi formanna þingflokka í gær. Niðurstaðan er sú að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur hlotið sæti númer 36, Brynjar Níelsson sæti númer 24, Einar Brynjólfsson sæti númer 4, Eygló Harðardóttir sæti númer 18, Gunnar Bragi Sveinsson sæti númer 12, Lilja Alfreðsdóttir sæti númer 53, Ólöf Nordal sæti númer 40, Sigurður Ingi Jóhannsson sæti númer 21 og Steingrímur J. Sigfússon sæti númer 35.