146. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2017.

kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 82. gr. þingskapa.

[13:48]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Hefst nú kosning sex varaforseta. Mér hefur borist einn listi sem á eru nöfnin Steingrímur J. Sigfússon, Jón Þór Ólafsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Þórunn Egilsdóttir, Nichole Leigh Mosty og Teitur Björn Einarsson. Guðjón S. Brjánsson verður áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd.

Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég rétt kjörna sem 1. varaforseta Steingrím J. Sigfússon, 2. varaforseta Jónu Sólveigu Elínardóttur, 3. varaforseta Jón Þór Ólafsson, 4. varaforseta Nichole Leigh Mosty, 5. varaforseta Þórunni Egilsdóttur og 6. varaforseta Teit Björn Einarsson.

Ég óska varaforsetum til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi. Ég vænti þess að eiga góða samvinnu við varaforsetana um fundarstörfin og önnur verkefni forsætisnefndar.