146. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2017.

kosning í fastanefndir skv. 13. gr. þingskapa.

[13:53]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að óska nýjum forseta til hamingju með kjörið og vænti góðs samstarfs við forseta. Það eru vissulega vonbrigði og óheppilegt að ekki hafi náðst samkomulag um kjör í fastanefndir um leið og það er fagnaðarefni að náðst hafi samkomulag um bæði kjör forseta og varaforseta sem og í alþjóðanefndir. Ég held að sú staða sem uppi er, með það tæpan meiri hluta sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa, kalli á verulega aukinn vilja af þeirra hálfu til samstarfs í þinginu. Það mun ekki standa á okkur í minni hlutanum að taka á móti slíkum tilboðum um að vinna saman að góðum málum í þinginu en það er auðvitað óheppilegt að þetta hafi verið niðurstaðan, en um leið tel ég að það sé góðs vísir að við höfum náð samkomulagi um það sem við náðum samkomulagi um.