146. löggjafarþing — 18. fundur,  25. jan. 2017.

framkvæmd og fjármögnun heilbrigðisstefnu.

[15:08]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf):

Frú forseti. Eins og hv. þingmaður tekur fram er mikil vinna í gangi og auðvitað er langt frá því að heilbrigðiskerfið sé algjörlega rjúkandi rúst vegna þess að það er auðvitað mjög margt gott við íslenskt heilbrigðiskerfi sem verður byggt á og þarf að styrkja. Bæði er mikil starfsemi í gangi og mikil vinna og við erum auðvitað að fylgja henni eftir. Ríkisstjórnin er nýtekin við og sá sem hér stendur nýtekinn við sem ráðherra og við erum líka dálítið að taka við þessu olíuskipi, eins og stundum er sagt, á miðri siglingu á árinu 2017 þannig að það hefur áhrif á að ekki er kannski búið að fullmóta stefnu eða skipulag fyrir heilt kjörtímabil.

Ég tek undir með hv. þingmanni, ég hef góða reynslu af þverpólitískri vinnu (Forseti hringir.) og þegar við komum að því að vinna heildarstefnu fyrir málaflokkinn er það aðferðafræði sem hugnast mér mjög vel.