146. löggjafarþing — 18. fundur,  25. jan. 2017.

skýrsla um aflandseignir og brot á siðareglum.

[15:15]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Frú forseti. Ég var ekki að fjalla um nein viðurlög. Ég var einfaldlega að spyrja hvort það sé ávallt þannig að menn þurfi að sanna að þeir hafi annaðhvort gert eitthvað óvart eða um mistök hafi verið að ræða og hver eigi að sanna að um ásetning sé að ræða. Ég endurtek spurninguna: Er brot á siðareglum, ef það er raunverulegt brot og nú held ég öllum skýrslum og öllu frá, ef menn gerast sekir um eitthvað, er þá með einhverju móti hægt að afsaka það og gera lítið úr því og forðast öll viðurlög hver sem þau kunna að vera? Þetta finnst mér vera kjarni siðareglna.

Varðandi það að hafa birt þessa aflandsskýrslu, ég var ekki að fjalla um innihaldið, bara að spyrja tímans vegna, vegna þess hversu langan tíma tók að birta skýrsluna, hvort það hafi verið í þágu almennings og hvort það hafi þá verið brot á siðareglum.