146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

68. mál
[11:24]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Mig langar að biðja hæstv. ráðherra að skerpa aðeins á þessu svari. Var hann að tala um tölur á skalanum 10 milljónir á ársgrundvelli, 50, 100? Hvaða tölur erum við að tala um? Það er í rauninni ámælisvert að koma ekki með einhverjar hugmyndir undir þessari umræðu frá hæstv. forsætisráðherra í þessum efnum.

Svo langar mig að staldra aðeins við það sem kom fram í orðaskiptum hæstv. ráðherra við hv. þm. Birgittu Jónsdóttur um hið mikilvæga verkstjórnarhlutverk hæstv. forsætisráðherra og spyrja, hann hefur svo sem ekki langan tíma til að skerpa á því, hvernig hann sjái fyrir sér aukið hlutverk ráðherranefnda. Hann drap aðeins á því í andsvari áðan. Hvernig sér hann fyrir sér að styrkja hina faglegu yfirstjórn og samþættingarhlutverk forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn?