146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

68. mál
[11:27]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er sjálfsagt að bregðast við þessu. Í fyrsta lagi er rétt að benda á að Seðlabanki Íslands hefur oft í gegnum tíðina heyrt undir forsætisráðuneytið. Það má segja að sá hluti samhæfingar í hinni almennu hagstjórn sem leiðir af stöðu forsætisráðuneytisins geti réttlætt það einn og sér. Að öðru leyti eru ákveðin fjárhagsleg samskipti milli fjármálaráðuneytis og Seðlabanka sem geta rennt stoðum undir að það sé heppilegra að Seðlabankinn sé vistaður í forsætisráðuneytinu. Eftir sem áður er það mín skoðun að það sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að byggja upp efnahagsskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og getu þess ráðuneytis til að standa á eigin fótum við mat (Forseti hringir.) og spár og yfirlegu þróunar efnahagsmála almennt séð.