146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

68. mál
[12:09]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni athugasemd hennar við málið og vil sérstaklega taka undir orð hennar um rafræna stjórnsýslu. Hins vegar er það svo að það skortir gríðarlega upp á þekkingu meðal starfsfólks og skilning innan kerfisins í heild sinni á því hvernig rafræn stjórnsýsla á að virka. Sá sem hér stendur hefur aðeins unnið að breytingum í þá átt innan stofnana í stjórnsýslunni. Hugmyndir um hvernig rafræn stjórnsýsla er eru mjög ómótaðar meðal þeirra sem þekkja til.

Mig langar til að spyrja, með tilliti þeirra útgjaldaleiða sem núverandi ríkisstjórn ætlar að fara, með tilliti til heilbrigðismála, nýsköpunar og því um líks: Er pláss fyrir góða innspýtingu í rafræna stjórnsýslu á réttan hátt, ekki bara pdf- og word-skjöl o.s.frv., og í rauninni endurmenntun starfsfólks samhliða því?