146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:48]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Þegar við erum að ákveða útgjöld getum við ákveðið að annaðhvort nýtum við peningana til niðurgreiðslu skulda — þannig drögum við úr framtíðarútgjöldum ríkisins, þannig eigum við möguleika á því að eyða meiru til hinna góðu málefna sem hér eru nefnd en ella. Það er sú stefna sem tekin var síðasta sumar þegar fjármálaáætlun og fjármálastefna var samþykkt og henni er fylgt hér áfram.