146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[15:02]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég ætla ekki að lofa því fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að þeir fjármunir finnist, en ég ætla að lofa því fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að hún muni einhenda sér í að bæta í almannatryggingakerfið eins og gert var á síðasta kjörtímabili í greiðslum fyrir eldri borgara þar sem það kerfi var allt lagað, farið var í stórar kerfisbreytingar fyrir málefni eldri borgara. Það sama erum við að fara að gera fyrir öryrkja. Það er ein af grundvallarstoðum þess sem ríkið á að sjá um.