146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

dráttur á birtingu tveggja skýrslna.

[13:39]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er alveg ljóst að þetta mál er þess eðlis að einhver viðurlög hefðu orðið ef búið hefði verið að samþykkja þingmál Pírata um upplýsingaskyldu og ráðherraábyrgð sem því miður hefur ekki fengist til umræðu í þinginu. Ég vona svo sannarlega í ljósi þess sem hér hefur átt sér stað að það mál muni fá skjóta afgreiðslu í þinginu þannig að við verðum ekki enn og aftur í þeirri stöðu að vera gjörsamlega upp á náð og miskunn klaufaskapar eða hirðuleysis ráðherra og hafa nákvæmlega engin verkfæri, ekki nein einustu verkfæri, til þess að geta veitt framkvæmdarvaldinu alvöruaðhald. Það er mjög alvarlegt og var einn af þeim lærdómum sem við áttum að bregðast við í kjölfar hrunsins. Því biðla ég til ráðherra, nei, ekki ráðherra heldur hv. þingmanna meiri hlutans og minni hlutans að aðstoða okkur (Forseti hringir.) Pírata við að ná því máli í gegnum þingið.