146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um meðferð á föngum.

[14:11]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Íslendingar leggja ákveðin gildi undir í utanríkisstefnu sinni. Það hafa þeir alltaf gert og munu áfram gera það. Ég held að það sé besta leiðin til þess að berjast fyrir mannréttindum, að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. Ég held að sé best að gera það með þeim hætti. Við munum standa fyrir það sem við höfum staðið fyrir fram til þessa í utanríkisstefnu okkar. Ég kýs að leggja ekki neitt út af þeim sviðsmyndum sem hv. þingmaður dregur hér upp, enda finnst mér það vera nokkuð hæpið, virðulegi forseti.