146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

yfirlýsingar Bandaríkjaforseta og framtíð NATO.

[14:19]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hér kemur fram að Bandaríkin fullvissi okkur um að það verði ekki breytt skuldbinding af þeirra hálfu gagnvart NATO, að það sé ánægjulegt. Þá spyr ég: Hvað þarf forseti Bandaríkjanna eiginlega að gera og aðhafast til þess að menn líti bara á það sem ánægjulegan hlut að hann sé einhver æðsti maður við borð þessarar varnarsamvinnu?

Mig langar að spyrja: Mun hæstv. utanríkisráðherra reyna með formlegum hætti í samtökum íhaldsmanna og umbótasinna sem hann er varaformaður í, og hafa svipaðar áherslur og Bandaríkjamenn í t.d. málefnum flóttamanna og innflytjenda, beita sér fyrir því að þau breyti sínum áherslum?