146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

sjúkratryggingar.

80. mál
[15:38]
Horfa

Frsm. velfn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Ég þarf að viðurkenna það að við fórum ekkert svo djúpt í það, að fara alveg inn í kerfið sem heild. Það sem frumvarpið gerir er að það pressar á að þessi kerfi verði innleidd og hugsunin á bak við það er að heilsugæslan verði fyrsta móttaka, fyrsta stopp og við förum að veita betri þjónustu út frá innleiðingu kerfisins. Einn hluti af því er að greiðsluþátttakan fer af stað. Hvað varðar frestun á aðgerðum og svoleiðis, það kom ekkert fram hjá þeim viðmælendum sem komu til okkar.