146. löggjafarþing — 22. fundur,  31. jan. 2017.

upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra.

70. mál
[17:17]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni fyrir svörin.

Það er annað atriði sem ég held að sé líka vert að skoða, þ.e. hvenær Alþingi biður um skýrslu. Hvenær er ráðuneyti að vinna gögn sem eiga erindi við almenning þess vegna, hver er upplýsingaskyldan þar. Síðan er talað um að skýrsla eða upplýsingarnar verði að varða mál sem Alþingi er með til meðferðar. Án þess að ég vilji fara að ræða það efnislega tek ég það samt sem dæmi, ég hætti mér nú út í það, þ.e. síðari skýrslan um skuldaleiðréttinguna sem hefur verið mikið til umræðu. Nú er hún afstaðin. Málið er búið. Þingið er ekki með það mál til meðferðar. Tekur refsiákvæðið þá nokkuð til tilvika sem slíkra? Ég ætla ekki að fara út í efnislega umræðu heldur tek það bara sem dæmi um mál þar sem skýrsla fjallar um fortíð. Málið er ekki til meðferðar í þinginu, ef ég skil rétt, skuldaleiðréttingin er ekki til meðferðar. Mundi þetta einhvern veginn snerta við slíkum málum?