146. löggjafarþing — 23. fundur,  1. feb. 2017.

leiðrétting.

[15:35]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að leiðrétta sjálfan mig og biðjast auðmjúklega afsökunar. Mér varð það á í ræðu minni áðan að herma orð hv. þm. Óla Björns Kárasonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, upp á formann velferðarnefndar, hv. þm. Nichole Leigh Mosty. Ég biðst innilega velvirðingar á því. Það voru mistök af minni hálfu. Hv. þm. Nichole Leigh Mosty þekki ég eingöngu að góðu þegar kemur að þessum málum og hef aðeins heyrt hana tala í þeim anda sem ég sjálfur talaði hér áðan. Ég vænti góðs samstarfs við hana í þessum efnum og tel að hún verði jafnvel öflugri liðsmaður en ég í þeirri baráttu.

Ég biðst auðmjúklega afsökunar á þessum fljótfærnismistökum sem mér urðu á.