146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

stefnumótun um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.

[10:51]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir þessi svör. En ég er með tvær spurningar. Er það sem sagt mat hæstv. ráðherra að við búum í reynd að miklu leyti við einkarekið heilbrigðiskerfi nú þegar en ekki samfélagslega rekið heilbrigðiskerfi? Og svo langar mig líka ofboðslega mikið til að heyra skýrt frá hæstv. ráðherra hvort hann ætli að fara í þessa stefnumótun, að fara í frekari einkarekstur, og hvort hann muni þá ráðfæra sig við þingið eða hvort hann telji að hann hafi umboð til að gera það bara einn og sér, hvort þetta sé ekki erindi sem eigi að koma hingað inn og við þurfum þá að ræða frekar hvort við viljum fara í frekari einkarekstur.