146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald.

84. mál
[11:37]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur fyrir afar góð svör. Ég tel að þetta þingmál sé mjög góður grundvöllur fyrir vinnu í hv. velferðarnefnd. Ég sit í hv. velferðarnefnd og hlakka mikið til að takast á við þetta mál og þá umræðu og skoða hvaða möguleika við höfum til að gera löggjöfina jafnvel sveigjanlegri ef mögulegt er. Þetta er afar mikilvægt mál og því nátengt einmitt að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs af því að við vitum og þekkjum öll til þess álags sem getur orðið á barnafjölskyldur í landinu þegar verið er að velta fyrir sér hvernig maður eigi að redda hlutunum á ákveðnu tímabili. Við getum horft á það í víðara samhengi að það hefur áhrif víða í samfélaginu, bara á líðan okkar. Þetta er mjög gott mál og ég hlakka til að takast á við það í velferðarnefnd.