146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald.

84. mál
[11:39]
Horfa

Flm. (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka enn stuðning hv. þingmanns. Ég vil líka nefna af því að mér láðist að gera það áðan sem viðbragð við andsvari hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur að það kunni að vera að full ástæða til, og ég bið bara velferðarnefnd að skoða það, að fá umsögn um málið frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd sem lýtur að bæði efnahagslegum áhrifum og auðvitað þeim þáttum sem lúta að ráðstöfun tryggingagjaldsins. Þetta er eitt af þeim málum sem fer svolítið þvert á nefndir. Ég vil hvetja hv. velferðarnefnd til að gæta að því sérstaklega í umfjöllun málsins.