146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

stjórn fiskveiða.

83. mál
[15:30]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Mér varð á að ávarpa ekki forseta í byrjun minnar skrýtnu ræðu áðan. Ég biðst afsökunar á því. Þannig að ég segi: Forseti. Þau undur og stórmerki gerðust við framsalið að til varð viðskiptavild. Í framhaldinu fóru menn að fjárfesta gríðarlega utan greinarinnar. Síðan kom gríðarlega frægt viðtal þar sem háttvirtur maður í samfélaginu fór að tala um að kitla þyrfti pinnann meira eða gefa í. Og síðan hrundi Ísland. Það er bein afleiðing; framsalið og síðan hrunið. Væri ekki þægilegt að losna við veðin út úr bönkunum, bjóða fram heimildirnar og ja, fyrirbyggja annað hrun?