146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

stjórn fiskveiða.

83. mál
[15:37]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég benti á áðan að það eru mörg fyrirtæki sem gætu greitt meira í bein gjöld. Sum fyrirtæki fá meira að segja megnið af hagnaði sínum frá útlöndum, eins og Samherji. Þessi fyrirtæki gætu borgað. En skattlagningin snerist ekki að þeim fyrirtækjum einum heldur öllum útgerðarfyrirtækjum. Um leið og það er komin slík skattlagning … (Gripið fram í.) — Já, sem hluti af útgerðarfyrirtækjum gat ráðið við, önnur réðu ekki við það.

Við skulum taka umræðu um hvernig skattlagningin á að vera, með hvaða hætti, hvernig hún verður sanngjörnust. Ég er kannski ekki að fjalla um það hér. En það finnst mér vera önnur umræða. Förum í hana þegar það á við. (RBB: Hlakka til.) Já. Og undirbúum það. Ég er ekki að segja að þetta kerfi sé fullkomið. Ég er segja að ef ég ætti einhverja peninga myndi ég ekki fjárfesta í áhættusamri útgerð upp á sömu býti í arðgreiðslur og ég fengi af (Forseti hringir.) peningunum mínum í banka. (Gripið fram í.) Nei. Aldrei.