146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

stjórn fiskveiða.

83. mál
[16:19]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að gera þingmanninum upp skoðanir. Ég biðst afsökunar ef hann hefur skilið mig þannig. En þó væri kannski ágætt til að botna kannski þá umræðu að fá skoðanir hv. þingmanns fram á því hvort hafi vegið þyngra í þessu tvennu; það aukna frjálsræði sem kom með m.a. EES-samningnum og öðrum viðskiptasamningum sem við urðum aðilar að, ekki síst kannski EFTA, eða aflamarkskerfið sjálft. Sem þó, jú, ég viðurkenni það að hefur klárlega haft alveg töluverð mikil áhrif, en hefur kannski fengið of stóran sess í þeirri söguskoðun sem hefur verið hvað hæst borin á loft undanfarna áratugi.