146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

um fundarstjórn.

[14:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Fyrst aðrir og reyndari hv. þingmenn hafa komið hingað upp til þess að nefna þetta mál ætla ég að leyfa mér að gera það líka. Satt að segja var ég hræddur um að þetta væri bara ósköp eðlilegt. Ég var búinn að velta fyrir mér hvort það gæti verið. Mér finnst þetta ekki snúast endilega fyrst og fremst um virðingarleysi gagnvart okkur þingmönnum og að við getum ekki og þurfum að undirbúa okkur fyrir mál á mjög stuttum tíma, þetta er auðvitað fyrst og fremst virðingarleysi gagnvart þjóðinni, að þingmönnum sé ekki gefinn kostur á því að undirbúa mál og vinna að því. Við ættum að koma þessu í betra horf.