146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

um fundarstjórn.

[14:53]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Frú forseti. Ég vil taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hér hafa tjáð sig um störf þingsins. Það er eiginlega með hreinum ólíkindum að það þurfi nánast að toga mál út úr ríkisstjórninni eftir þá löngu tangarfæðingu sem þurfti til að koma henni á koppinn. Ég hefði haldið að menn væru aðeins tilbúnari í verkið en þau svona tínast inn, eitt og eitt stjórnarmálið. Á meðan dinglum við hérna og mætum í þingsal þá og þegar málin eru tilbúin til umræðu. Ég tek sérstaklega undir með hv. þm. Loga Einarssyni sem segir að það klagi ekkert upp á okkur að vinna við erfiðar aðstæður heldur sé þetta bara spurning um lýðræðið, að umræðan hér byggi á því að við getum sett okkur vel inn í mál, verið undirbúin, mætt til þings og verið lýðræðinu til sóma.